
Varðandi persónuvernd
Persónuverndarstefna
Björgun-Sement leggur mikla áherslu á að vera framúrskarandi fyrirtæki á öllum sviðum. Hafir þú fyrirspurnir varðandi persónuvernd þá vinsamlega sendu tölvupóst á personuvernd@hornsteinn.is
Persónuverndarstefna fyrir viðskiptavini og umsækjenda má lesa hér fyrir neðan.
Persónuverndarstefna viðskiptavina
Vinnsla á persónuupplýsingum um viðskiptavini og þjónustuaðila Björgunar-Sements
- Inngangur
1.1. Tilgangur þessarar persónuverndarstefnu er að veita upplýsingar um hvernig Björgun-Sement, kt: 560269-5369 sem ábyrgðaraðili, vinnur persónuupplýsingar um einstaklinga sem eru í samskiptum við félagið, einkum viðskiptavini og birgja félagsins. Í persónuverndarstefnu þessari er einnig vísað til Björgunar-Sements sem „félagsins“ eða „okkar“ og vísað er til þeirra einstaklinga sem við vinnum persónuupplýsingar um sem „þín“.
1.2. Björgun-Sement leitast við að uppfylla í hvívetna persónuverndarlöggjöf og er stefna þessi byggð á lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga
2. Hvaða persónuupplýsingar eru unnar?
2.1. Við söfnum og varðveitum ýmsar persónuupplýsingar um viðskiptavini okkar og þjónustuaðila. Ólíkum persónuupplýsingum kann að vera safnað um þig eftir því hvort þú ert sjálfur í viðskiptum við félagið eða hvort þú kemur fram fyrir hönd lögaðila.
Félagið safnar eftirfarandi upplýsingum um þá einstaklinga sem eru í viðskiptum við félagið:
- tengiliðaupplýsingar, s.s. nafn, símanúmer, netfang og upplýsingar um eiganda verks ef annar;
- kennitala;
- starfsgrein (eftir atvikum);
- upplýsingar um þá vöru, þjónustu eða verk sem óskað er eftir og/eða félagið veitir;
- bankaupplýsingar, s.s. reikningsnúmer, í tengslum við vöruskil;
- upplýsingar um lánshæfi, ef um reikningsviðskipti er að ræða;
- samskiptasaga, ef við á;
- upplýsingum frá verkstað, ef við á, s.s. myndir og teikningar af eignum, lóðum og umhverfi þeirra.
Í þeim tilvikum þegar þú kemur fram fyrir hönd lögaðila, hvort sem um er að ræða viðskiptavin félagsins eða þjónustuaðila, söfnum við eftirfarandi upplýsingum um þig: - tengiliðaupplýsingar, s.s. nafn, starfsheiti, símanúmer, netfang;
- starfsgrein (eftir atvikum í tilviki viðskiptavina); og
- samskiptasaga
Auk þess kunnum við að varðveita hjá okkur upplýsingar um áhugasvið tengiliða þeirra lögaðila sem félagið á í viðskiptum við í markaðstilgangi.
2.2. Á starfsstöðvum félagsins eru eftirlitsmyndavélar sem taka upp myndefni í eftirlits- og öryggisskyni. Heimsækir þú starfsstöðvar félagsins kunnum við því jafnframt að vinna með myndefni þar sem þú kemur fyrir.
2.3. Í gegnum vefsíðu félagsins kunnum við auk þess að vinna með persónuupplýsingar þínar í gegnum vefkökur sem notaðar eru á síðu félagsins.
2.4. Björgun-Sement safnar, að meginstefnu til, persónuupplýsingum beint frá þér eða þeim þjónustu- eða framkvæmdaraðila sem er í samskiptum við félagið fyrir þína hönd. Upplýsinga um þig kann þó jafnframt að vera aflað frá Þjóðskrá eða öðrum upplýsingaveitum. Hafir þú verið í viðskiptum við annað félag í sömu samstæðu og Björgun-Sement kann upplýsinga um þig jafnframt að vera aflað þaðan. Upplýsinga um lánshæfi kann einnig að vera aflað frá Lánstrausti eða öðrum sambærilegum aðila og komir þú fram fyrir hönd lögaðila kunnum við jafnframt að afla upplýsinga um þig frá viðkomandi lögaðila.
3. Hvers vegna söfnum við persónuupplýsingum og á hvaða grundvelli?
3.1. Við söfnum persónuupplýsingum um viðskiptavini okkar og þjónustuaðila fyrst fremst í þeim tilgangi að koma á og efna samninga sem gerðir eru og veita nauðsynlega ráðgjöf og þjónustu. Vinnslan fer því fram á grundvelli samnings, eða beiðni um að gera samning.
Persónuupplýsingar sem unnar eru á grundvelli samnings eru tengiliðaupplýsingar, kennitala, upplýsingar um þá vöru, þjónustu eða verk sem óskað er eftir og/eða félagið veitir, bankaupplýsingar, samskiptasaga, myndir og upplýsingar um eign/lóð/umhverfi í tengslum við landslagsráðgjöf.
Að hluta til er félaginu jafnframt skylt á grundvelli laga að vinna tilgreindar upplýsingar í tengslum við viðskipti á grundvelli bókhaldslaga.
3.2. Félagið hefur einnig lögmæta hagsmuni af vinnslu ákveðinna persónuupplýsinga. Þannig vinnur félagið með upplýsingar úr eftirlitsmyndavélum í öryggis- og eignarvörsluskyni og með upplýsingar um lánshæfi í tilviki reikningsviðskipta í þeim tilgangi að kanna áreiðanleika viðskiptavina. Þá vinnur félagið með upplýsingar sem safnast með notkun á vefkökum, með netföng viðskiptavina og þjónustuaðila og með upplýsingar um áhugasvið tengiliða viðskiptavina sem eru lögaðilar í markaðslegum tilgangi. Á grundvelli lögmætra hagsmuna félagsins kann félagið einnig að vinna með netfang þitt í þeim tilgangi að senda þér skoðanakannanir er varða þjónustu félagsins. Í þeim tilgangi að geta varist mögulegum kröfum vinnur félagið jafnframt með myndir og upplýsingar af verkstað þar sem það á við.
3.3. Félagið kann einnig að vinna með upplýsingar um netföng frá mögulegum viðskiptavinum í markaðstilgangi en slík vinnsla byggir yfirleitt á samþykki viðkomandi aðila. Notkun á tilgreindum vefkökum getur jafnframt byggt á samþykki þínu og það sama á við um notkun á myndum sem teknar hafa verið á verkstað í markaðs- og auglýsingaskyni.
Í þeim tilvikum þar sem söfnun og vinnsla persónuupplýsinga byggir á samþykki þínu, er þér ávallt heimilt að afturkalla slíkt samþykki. Öll samskipti í tengslum við slíka afturköllun eða breytingu á innihaldi samþykkis skal beina til verkefnahóps félagsins um persónuverndarmál í gegnum netfangið personuvernd@hornsteinn.is.
4. Hvenær deilum við persónuupplýsingum um þig?
4.1. Við kunnum að miðla ákveðnum persónuupplýsingum um þig til vinnsluaðila félagsins, þ.e. til utanaðkomandi aðila sem veita félaginu nauðsynlega þjónustu í tengslum við reksturinn. Þar á meðal eru aðilar sem veita félaginu upplýsingatækniþjónustu (s.s. hýsingu) og aðra þjónustu sem tengist rekstri félagsins. Þessir þriðju aðilar kunna að vera innan sömu samstæðu og Björgun-Sement, þ.e. innan samstæðu Heidelberg Materials, eða utan. Hornsteinn ehf., sem er innan sömu samstæðu og félagið, sinnir þannig t.a.m. reikningagerð fyrir félagið og upplýsingatækniþjónustu auk þess að veita ráðgjöf í tengslum við önnur atriði, s.s. meðferð persónuupplýsinga.
4.2. Þriðju aðilar sem veita okkur þjónustu, sbr. grein 4.1, kunna að vera staðsettir utan Íslands. Félagið mun þó ekki miðla persónuupplýsingum utan Evrópska efnahagssvæðisins nema slíkt sé heimilt á grundvelli viðeigandi persónuverndarlöggjafar.
4.3. Félagið kann auk þess að miðla persónuupplýsingum um viðskiptavini til sjálfstæðra ábyrgðaraðila, s.s. verktaka eða innheimtuaðila. Þetta á til dæmis við þegar ráðinn er utanaðkomandi aðili til að aðstoða við teikningu eða myndatöku á verkstað eða sjá um sendingu markaðsefnis. Þá kann félagið að miðla upplýsingum til þjónustuaðila viðskiptavina, að beiðni viðskiptavinar.
4.4. Þá kann persónuupplýsingum þínum að vera miðlað til þriðja aðila að því marki sem heimilað er eða krafist er á grundvelli viðeigandi laga eða reglna eða til að bregðast við löglegum aðgerðum eins og húsleitum, stefnum eða dómsúrskurði.
5. Hversu lengi eru persónuupplýsingar þínar varðveittar?
5.1. Við notumst við mismunandi varðveislutíma fyrir mismunandi flokka persónuupplýsinga. Við mat á varðveislutíma er litið til þess hversu lengi er málefnalegt að varðveita upplýsingarnar með hliðsjón af upprunalegum tilgangi söfnunar upplýsinganna.
5.2. Í ákveðnum tilvikum er varðveislutími ákvarðaður með lögum. Þannig er okkur skylt að varðveita bókhaldsgögn og reikninga í 7 ár frá lokum viðkomandi reikningsárs. Aðrar persónuupplýsingar sem unnar eru á grundvelli samnings okkar við viðskiptavini eru almennt varðveittar í 10 ár frá því að tilboð rennur út eða viðskiptasambandi lýkur, eða svo lengi sem ábyrgð á vörunni er í gildi, ef lengur. Upplýsingarnar eru varðveittar á grundvelli lögmætra hagsmuna félagsins af því að geta veitt þér góða þjónustu enda oft sem viðskiptavinir standa í framkvæmdum í lengi tíma og þurfa að geta leitað til félagsins varðandi vörur og/eða þjónustu sem keypt hefur verið á fyrri stigum. Þá kann félaginu að vera nauðsynlegt að varðveita upplýsingarnar í þeim tilgangi að geta gert eða varist kröfu og varðveislutími því jafnframt ákvarðaður út frá fyrningarfresti krafna.
5.3. Upplýsingum um sjálfskuldarábyrgð er eytt í síðasta lagi einu ári eftir að ábyrgðin rennur út. Upplýsingar úr eftirlitsmyndavélum eru varðveittar að hámarki 90 daga frá upptöku.
5.4. Persónuupplýsingar sem unnar eru á grundvelli samþykkis frá þér, s.s. myndefni og netfang, eru varðveittar þangað til samþykkið er dregið til baka.
6. Hver eru réttindi þín og úrræði?
6.1. Þú átt rétt á því að fá aðgang að þeim persónuupplýsingum sem við vinnum um þig og einnig til að óska eftir því að við leiðréttum rangar eða óáreiðanlegar persónuupplýsingar. Að tilteknum skilyrðum uppfylltum getur þú einnig óskað eftir því að persónuupplýsingum um þig sé eytt og/eða að vinnsla þeirra sé takmörkuð.
6.2. Þú átt rétt til að fá persónuupplýsingar sem varða þig, á skipulegu, algengu og tölvulesanlegu sniði og til að fá þessar persónuupplýsingar sendar til annars ábyrgðaraðila.
6.3. Þegar félagið vinnur persónuupplýsingar þínar á grundvelli lögmætra hagsmuna félagsins getur þú andmælt þeirri vinnslu.
6.4. Framangreind réttindi þín eru þó ekki fortakslaus. Þannig kunna lög eða reglugerðir að heimila eða skylda félagið til að hafna beiðni þinni um að nýta þér umrædd réttindi.
6.5. Ef þú telur að brotið hafi verið á réttindum þínum, þá getur þú haft samband og lagt fram kvörtun hjá Persónuvernd (www.personuvernd.is).
7. Samskiptaupplýsingar
Ef einhverjar spurningar vakna varðandi þessa persónuverndarstefnu eða ef þú vilt nýta þér þau réttindi sem lýst er að ofan, þá getur þú haft samband við okkur með tölvupósti í gegnum netfangið personuvernd@hornsteinn.is.
8. Endurskoðun
8.1. Björgun-Sement getur frá einum tíma til annars breytt persónuverndarstefnu þessari í samræmi við breytingar á viðeigandi lögum eða reglugerðum eða vegna breytinga á því hvernig félagið vinnur með persónuupplýsingar.
8.2. Allar breytingar sem kunna að verða gerðar á stefnunni taka gildi eftir að uppfærð útgáfa hefur verið birt á vefsíðu félagsins.
8.3. Þessi persónuverndarstefna var samþykkt af stjórn félagsins og tók gildi þann 21. desember 2018.
Persónuverndarstefna umsækjenda
Vinnsla á persónuupplýsingum um umsækjendur um störf hjá Björgun-Sement
- Inngangur
1.1 Tilgangur þessarar persónuverndarstefnu er til að veita upplýsingar um hvernig Björgun-Sement kt. 460169-7399, sem ábyrgðaraðili, vinnur persónuupplýsingar um umsæjendur (einnig vísað til „þín“) í tengslum við umsókn um störf hjá Björgun-Sement (einnig vísað til „félagsins“ og „okkar“).
1.2 Félagið leitast við að uppfylla í hvívetna persónuverndarlöggjöf og er stefna þessi byggð á lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.
2. Hvaða persónuupplýsingar eru unnar?
2.1 Við söfnum og varðveitum ýmsar persónuupplýsingar um umsækjendur. Ólíkum persónuupplýsingum kann að vera safnað fyrir mismunandi störf og kann vinnsla og söfnun á persónuupplýsingum að fara eftir eðli starfs.
2.2 Eftirfarandi eru upplýsingar sem félagið safnar um umsækjendur um störf:
• samskiptaupplýsingar, s.s. nafn, kennitala, netfang, símanúmer
• upplýsingar um menntun og reynslu og réttindi sem nýtast í starfi s.s. öku- og vinnuvélaréttindi.
• Í einhverjum tilfellum kann að vera beðið um upplýsingar um sakaferil.
Komist umsækjandi áfram í viðtal vinnur félagið jafnframt með þær upplýsingar sem fram koma um umsækjanda í því viðtali og eftir atvikum frá meðmælendum.
Auk framangreindra upplýsinga, kann félagið einnig að safna og vinna aðrar upplýsingar sem umsækjendur láta félaginu sjálfir í té (t.d. um fjölskylduhagi og ástæður umsóknar um starf).
2.3 Björgun-Sement safnar persónuupplýsingum sem koma beint frá þér, einnig getur verið um að ræða upplýsingar frá þriðja aðila, s.s. upplýsingar frá meðmælendum.
3. Hvers vegna söfnum við persónuupplýsingum og á hvaða grundvelli?
3.1 Við söfnum persónuupplýsingum um umsækjendur fyrst og fremst til að geta valið hæfasta umsækjandann til að gegna viðkomandi starfi.
3.2 Þannig eru upplýsingarnar fyrst og fremst unnar á þeim grundvelli að vinnslan sé nauðsynleg í því skyni að gera ráðstafanir að beiðni umsækjandans áður en samningur er gerður. Í þeim tilvikum þar sem að söfnun og vinnsla persónuupplýsinga krefst samþykkis umsækjanda, er umsækjanda ávallt heimilt að afturkalla slíkt samþykki sitt.
4. Hvenær deilum við persónuupplýsingum um þig?
4.1 Félagið kann að miðla persónuupplýsingum um umsækjendur til ráðningaskrifstofu, ráðgjafa, verktaka og annarra þriðju aðila vegna vinnu þeirra fyrir félagið í tengslum við umsóknarferlið. Einnig gæti persónuupplýsingum verið miðlað til þriðju aðila sem veita okkur upplýsingatækniþjónustu og aðra þjónustu sem tengist vinnslu og er hluti af rekstri félagsins, hvort sem það er innan samstæðu félagsins eða utan.
4.2 Þriðju aðilar sem veita okkur þjónustu samkvæmt framansögðu gætu verið staðsettir utan Íslands. Félagið mun þó ekki miðla persónuupplýsingum utan Evrópska efnahagssvæðisins nema slíkt sé heimilt á grundvelli viðeigandi persónuverndarlöggjafar.
4.3 Að lokum gætu persónuupplýsingar um þig verið afhentar að því marki sem heimilað er eða krafist er á grundvelli viðeigandi laga eða reglna. Einnig kann persónuupplýsingum þínum að vera miðlað til þriðja aðila til að bregðast við löglegum aðgerðum eins og húsleitum, stefnum eða dómsúrskurði.
5. Hversu lengi eru persónuupplýsingar þínar varðveittar?
5.1. Björgun-Sement varðveitir umsóknir í sex mánuði, nema þær séu afturkallaðar fyrr eða umsækjandi hafi veitt sérstakt samþykki fyrir lengri varðveislutíma.
6. Hver eru réttindi þín og úrræði?
6.1 Þú átt rétt á því að fá aðgang að þeim persónuupplýsingum sem Björgun-Sement vinnur um þig og einnig til að óska eftir því að Björgun-Sement leiðrétti rangar eða óáreiðanlegar persónuupplýsingar. Að tilteknum skilyrðum uppfylltum getur þú einnig óskað eftir því að persónuupplýsingum um þig sé eytt og/eða að vinnsla þeirra sé takmörkuð.
6.2 Þú átt rétt til að fá persónuupplýsingar sem varða þig, á skipulegu, algengu og tölvulesanlegu sniði og til að fá þessar persónuupplýsingar sendar til annars ábyrgðaraðila.
6.3 Þegar félagið vinnur persónuupplýsingar þínar á grundvelli lögmætra hagsmuna félagsins getur þú andmælt þeirri vinnslu.
6.4 Framangreind réttindi þín eru þó ekki fortakslaus. Þannig kunna lög eða reglugerðir að heimila eða skylda félagið til að hafna beiðni þinni um að nýta þér umrædd réttindi.
6.5 Ef þú telur að brotið hafi verið á réttindum þínum, þá getur þú haft samband og lagt fram kvörtun hjá Persónuvernd (www.personuvernd.is).
7. Samskiptaupplýsingar
Ef einhverjar spurningar vakna varðandi þessa persónuverndarstefnu eða ef þú vilt nýta þér þau réttindi sem lýst er að ofan, þá getur þú haft samband við okkur með tölvupósti í gegnum netfangið personuvernd@hornsteinn.is.
8. Endurskoðun
8.1 Félagið getur frá einum tíma til annars breytt persónuverndarstefnu þessari í samræmi við breytingar á viðeigandi lögum eða reglugerðum eða vegna breytinga á því hvernig félagið vinnur með persónuupplýsingar.
8.2 Allar breytingar sem kunna að verða gerðar á stefnunni taka gildi eftir að uppfærð útgáfa hefur verið kynnt.
8.3 Þessi persónuverndarstefna var samþykkt á stjórnarfundi félagsins þann 21. desember 2018.