
Söluráðgjöf og verðupplýsingar
Björgun-Sement veitir ráðgjöf og verðupplýsingar um þær sementstegundir sem í boði eru. Hægt er að velja úr þremur sementstegundum:
- Standardsement FA
- Anleggsement
- Industrisement
Hver sementstegund hefur sína sérstöðu, eiginleika og kolefnisspor. Allt sement uppfyllir kröfur byggingareglugerðar og evrópska staðalsins IST EN 197-2:2000.
Umbúðir og afhendingarfyrirkomulag sements
Standardsement FA og Anleggsement eru selt í lausu til dreifingar í sérútbúnum tankbílum en einnig er hægt að fá sementið afhent í stórsekkjum (1.000 og 1.500 kg). Þá er Anleggsement selt í 20 kg sekkjum. Industrisement þarf að sérpanta og er það eingöngu afhent í stórsekkjum.
Við afhendum sement til viðskiptavina á stór-höfuðborgarsvæði, Vesturlandi, Suðurlandi, Norður- og Austurlandi.
Sement selt í lausu - Standardsement FA - Anleggsement - Afhent í sérútbúnum tankbílum - Afhending frá Akranesi og Akureyri | Stórsekkir (1.000 og 1.500 kg) - Standardsement FA - Anleggsement - Industrisement (sérpöntun og fæst aðeins í stórsekkjum) - Afhending frá Akranesi |
Pokavara | 20 kg - Anleggsement - Selt í gegnum endursöluaðila um allt land | Brettavara - Sement í 20 kg pokum á heilum brettum - Afhent til viðskiptavina frá BM Vallá í Garðabæ. |
Við þjónustum viðskiptavinum á stór-höfuðborgarsvæði, Vesturlandi, Suðurlandi, Norður- og Austurlandi.
Starfsstöðvar
Sement frá Björgun-Sement kemur frá starfsstöðinni að Faxabraut 11, Akranesi, þar sem sementið er geymt, pakkað og afhent til viðskiptavina á höfuðborgarsvæði, Vestur- og Suðurlandi. Á Akranesi eru fjórir sementstankar sem taka um 4.000 tonn af sementi hver.
Björgun-Sement er einnig með sementstank á Akureyri sem tekur 4.000 tonn, og afhent til viðskiptavina á Norðurlandi og Austurlandi.
Gæði og eftirlit með innfluttu sementi
Öllu innfluttu sementi er fylgt eftir samkvæmt staðlinum EN 197-2:2000 („Requirements for dispatching centres“ - kafli 9). Þetta tryggir gæði við pökkun, flutning og afhendingu. Viðskiptavinir geta óskað eftir niðurstöðum rannsókna frá verksmiðju.
Hafðu samband núna
Við svörum þér fljótt
Ef þú vilt fræðast nánar sement, verð, notkun þess og afhendingarmöguleika viljum við endilega heyra í þér. Þú fyllir út neðangreint form og við höfum fljótt samband tilbaka.