
Efnis- og vöruflutningahöfn
Hafnarþjónusta
Hafnarþjónusta Björgunar-Sements við Álfsnesvík er sérstaklega hönnuð fyrir fyrirtæki sem þurfa skilvirka, hagkvæma og örugga flutningslausn. Lögð er áhersla á að bjóða sérsniðna þjónustu fyrir inn- og útflutning á margvíslegri hrávöru, s.s. timbri, möl, sandi og öðrum byggingarefnum.
Hafnarsvæðið er búið aðstöðu sem auðveldar lestun, losun og geymslu hráefna. Við höfnina er sérhæfður tækjabúnaður til að stuðla að bæði öryggi og skilvirkni. Mikill metnaður er lagður í að veita hraða og örugga þjónustu sem skilar sér í styttri afgreiðslutíma og minni bið eftir vörum.
Umhverfis- og fjárhagslegur ávinningur
Sérstaða staðsetningar
Höfnin í Álfsnesvík er einstaklega vel staðsett, rétt utan við höfuðborgarsvæðið og í stuttu akstursfæri frá bæði Vesturlandsvegi og Suðurlandsvegi.
Þessi staðsetning dregur úr akstursvegalengdum, sem leiðir til fjárhagslegs og umhverfislegs ávinnings. Þar má nefna lægri kolefnislosun, minni flutningskostnað og minna slit á ökutækjum og vegum.

Hafðu samband núna
Við svörum þér fljótt
Ef þú vilt fræðast nánar um hafnarþjónustuna viljum við endilega heyra í þér. Þú fyllir út neðangreint form og við höfum fljótt samband tilbaka.
Smelltu á hlekkinn til að sjá verðskrá.