Beint í efni

Steinefni frá Björgun-Sement eru með vottaða umhverfisyfirlýsingu

Umhverfisyfirlýsing (EPD)

Björgun-Sement hefur gert lífsferilsgreiningu á vöruúrvali sínu í Álfsnesvík og Lambafelli og fengið vottaða umhverfisyfirlýsingu EPD (Environmental Product Declaration) þess efnis.

Framkvæmd var ítarleg lífsferilsgreining þar sem notast var við raungögn frá rekstri Björgunar-Sements og öll umhverfisáhrif við framleiðslu varanna tekin með í greininguna.

Vottunin er gefin út af EPD Norge sem er óháður þriðji aðili.

Sjá vottunarblöð.

Upplýsingar um eiginleika og umhverfisáhrif vöru

Umhverfisáhrif steinefna

Umhverfisyfirlýsing er afar mikilvægt tól til að birta áreiðanlegar og samanburðarhæfar upplýsingar um eiginleika vara og umhverfisáhrif þeirra. Hönnuðir og framkvæmdaraðilar óska oft eftir slíkum upplýsingum til að geta metið, borið saman og valið í kjölfarið þá vöru sem hefur minnstu umhverfisáhrifin.

Umhverfisyfirlýsing hentar afar vel þegar votta á byggingu með t.d. Svaninum eða BREEAM.

Áhugavert efni:

Upplýsingabæklingur Grænni byggðar um Umhverfisyfirlýsingu vöru.

Sement frá Björgun-Sement með vottaða umhverfisyfirlýsingu

Umhverfisyfirlýsing (EPD)

Allt sement sem Björgun-Sement flytur inn er með vottaða umhverfisyfirlýsingu (EPD) sem sementsframleiðandinn Heidelberg Materials sér um að láta votta.

Vottunin er gefin út af EPD Norge sem er óháður þriðji aðili.