Traustur samstarfsaðili í mannvirkjagerð
Björgun-Sement framleiðir hágæða steinefni, flytur inn vistvænna sement og sinnir dýpkunarframkvæmdum og efnistöku úr sjó með sérútbúnum dæluskipum. Fyrirtækið rekur einnig námuvinnslu og sér um öflun, vinnslu og afhendingu steinefna fyrir mannvirkjagerð um allt land. Við Álfsnesvík er starfrækt hafnarþjónusta þar sem fer fram margvísleg lestun og losun hráefna.
Sjálfbærni og gæði að leiðarljósi
Sameinað afl Björgunar-Sements byggir á hringrásarhugsun, ábyrgri auðlindanýtingu og skýrum gæðasjónarmiðum. Með umhverfisyfirlýsingum, lágmörkun kolefnisspors, vottuðu stjórnkerfi og ströngu gæðaeftirliti tryggjum við áreiðanleg steinefni fyrir sjálfbærari mannvirki framtíðarinnar.

Umhverfisyfirlýsingar (EPD)

Kolefnisspor sements

CE merking steinefna
Björgun-Sement verður til
Frá 1. september 2025 starfa Björgun ehf. og Sementsverksmiðjan hf. sem eitt sameinað fyrirtæki Björgun-Sement með kennitöluna 560269-5369.
Sameiningin er mikilvægt skref í átt að öflugri heild á sviði mannvirkjagerðar með breiðara vöruúrval, samhæfðari lausnum og öflugri þjónustuumgjörð.
Staðsetning og starfsemi
Höfuðstöðvarnar eru í Álfsnesvík þar sem fer fram efnisvinnsla steinefna og hafnarþjónusta. Á Akranesi er söluskrifstofa og þar er sement afhent. Í námunni í Lambafelli í Þrengslum fer bæði fram efnisvinnsla og afhending steinefna.