Stefnur í starfsemi
Björgun leggur mikla áherslu á öryggismál og heilsuvernd í starfseminni ásamt því að sinna öflugu gæða- og framleiðslueftirliti. Fyrirtækið hefur hlotið leyfi til að nota CE merki á völdum vöruflokkum í framleiðslulínu sinni á steinefnum sem notuð eru til steypu- og malbikagerðar.

Gæðamál og eftirlit
Gæðastefna
Til að halda í heiðri gæðastöðlum og viðhalda góðri stöðu í gæðamálum hefur Björgun sett sér eftirfarandi gæðastefnu.
Mannauðsstefna
Mannauðsstefnan endurspeglar vilja fyrirtækisins til að vera eftirsóttur vinnustaður sem byggir á sterkri sögu. Stefnunni er ætlað að tryggja starfsmönnum sem bestu starfsskilyrði og möguleika til að vaxa og dafna. Mikil áhersla er lögð á faglega vinnu þar sem ferlar, árangur og stöðugar úrbætur eru hafðar að leiðarljósi. Við tilheyrum liðsheild þar sem metnaðarfullt starf er unnið af jákvæðu og ábyrgu fólki í anda jafnræðis.


Vinnuöryggi og heilsuvernd
Stefna í öryggismálum og heilsuvernd
Til að stuðla að auknu vinnuöryggi og heilsuvernd starfsfólks hefur sett sér markmið og reglur skv.stjórnkerfi IST ISO 45001:2018 og bætt þeim við rekstrarhandbók fyrirtækisins.
- Að fylgja lögum og reglugerðum varðandi öryggi og heilsuvernd starfsfólks.
Meðhöndlun persónugreinanlegra gagna
Umhverfisstefna
Björgun-Sement leggur áherslu á að starfsemi fyrirtækisins valdi sem minnstri röskun á umhverfinu. Fyrirtækið sýnir umhverfismálum áhuga og tekur virkan þátt í lausn umhverfisvandamála í íslensku samfélagi. Þessari stefnu er framfylgt með því að leggja áherslu á eftirfarandi.


Vinnuöryggi og heilsuvernd
Sjálfbærnistefna
Sjálfbærnistefna okkar er lýsandi fyrir áherslurnar í samfélagslegri ábyrgð og tekur stefnan mið af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun í tengslum við umhverfisleg-, félagsleg- og stjórnháttaviðmið.
Fimm heimsmarkmið hafa verið sett í forgang sem eru í takt við stefnumörkun fyrirtækisins, en það eru heimsmarkmiðin: Jafnrétti kynjanna, Nýsköpun og uppbygging, Sjálfbærar borgir og samfélög, Ábyrg neysla og framleiðsla og Aðgerðir í loftslagsmálum.
Meðhöndlun persónugreinanlegra gagna
Persónuverndarstefna
Björgun er umhugað um öryggi persónugreinanlegra upplýsinga viðskiptavina og starfsfólks. Allar meðhöndlaðar með lögmætum hætti og í samræmi við gildandi persónuverndarlöggjöf á Íslandi á hverjum tíma, sem og viðkomandi gerðir samningsins um Evrópska efnahagssvæðið.
