Beint í efni

Sementstegundir á lager

Sementsverksmiðjan flytur inn þrjár tegundir sements; Anleggsement, Standardsement FA og Industrisement. Allar sementstegundir uppfylla kröfur byggingareglugerðar og nýlegs Evrópustaðals EN 197-1:2000. Staðlinum fylgir bæði heimild og skylda til að nota CE-merkið sem aftur á móti er háð vottun með óháðu stöðugu gæðaeftirliti Tækniseturs.

Hentar vel fyrir mannvirkjagerð

Anleggsement

CEM I 52,5 N

Anleggsement CEM I 52,5 N frá Norcem er sérstaklega framleitt til mannvirkjagerðar, til notkunar í styrkleikaflokki C40/50 eða hærri, í frostþolnar steypur, og í byggingar þar sem gerðar eru kröfur
um háan lokastyrk. Anleggsementið er með lágt alkalíinnihald og má því nota til steypugerðar með alkalívirkum fylliefnum. Sementið hefur mjög góða steypueiginleika, háan byrjunar og lokastyrk og varmamyndun í meðallagi.

Anleggsement fæst afhent

  • Í lausu til dreifingar með tankbíl
  • Í stórsekkjum | 1.000 eða 1.500 kg
  • Í litlum sekkjum | 20 kg

Hentar vel í allflestar steypur

Standardsement FA

CEM II/B-M(V-L) 42,5 R       

Standardsement FA frá Norcem hentar vel í allar almennar steypur. Það er með lágu alkalíinnihaldi og getur því hentað til steypugerðar með alkalívirkum fylliefnum.

Leitið handleiðslu fagfólks varðandi sementsmagn í steypur sem þurfa að vera veðurþolnar

Standard FA sement fæst afhent

  • Í lausu til dreifingar með tankbíl
  • Í stórsekkjum | 1.000 eða 1.500 kg

Sérpantað sement

Industrisement II/A-L 42,5R

Industrisement frá Norcem er sérsement með hröðu hörnunarferli og það fæst eingöngu með sérpöntun.

Industrisement fæst afhent með sérpöntun

  • Í stórsekkjum | 1.200 kg

Öryggisblöð fyrir sementstegundirnar

Bæklingur um dælingu á sementi

Bæklingur um dælingu á sementi undir loftþrýstingi og öryggisatriði varðandi notkun slíkrar tækni.

Hafðu samband núna

Við svörum þér fljótt

Ef þú vilt fræðast nánar sement, verð, notkun þess og afhendingarmöguleika viljum við endilega heyra í þér.

Þú fyllir út neðangreint form og við höfum fljótt samband tilbaka.