29.08.2025
Sameining: Björgun-Sement verður til
Frá og með 1. september 2025 sameinast Björgun ehf. og Sementsverksmiðjan hf. undir nýju sameiginlegu heiti: Björgun-Sement.
Sameiningin er liður í að styrkja starfsemi á sviði mannvirkjagerðar, bæta þjónustu og bjóða upp á enn breiðara vöruúrval og samræmdar lausnir fyrir viðskiptavini. „Þessi sameining markar upphaf nýs kafla hjá okkur og mun styrkja samkeppnishæfni fyrirtækisins enn frekar á sviði mannvirkjagerðar með breiðara vöruframboði og samræmdri þjónustu,“ segir Þorsteinn Víglundsson, forstjóri Hornsteins, móðurfélags Björgunar-Sements. „Með því að sameina krafta tveggja traustra og reynslumikilla fyrirtækja getum við boðið viðskiptavinum okkar betri þjónustu, fjölbreyttari lausnir og aukinn sveigjanleika. Hjá okkur starfar öflugt og fjölhæft starfsfólk með víðtæka reynslu og með sameiningunni skapast enn meiri möguleikar til að nýta þá þekkingu og getu sem fyrir er og sækja fram á nýjum sviðum.“

Helstu atriði sameiningarinnar
- Fyrirtækið heitir nú Björgun-Sement með kennitölu 560269-5369
- Reikningar til og frá fyrirtækinu eru í nafni Björgun-Sement
- Ný vefsíða bjorgunsement.is fer í loftið 1. september
- Netföng starfsfólks breytast yfir í (nafn)@bjorgunsement.is
- Símanúmer aðalskrifstofu: 563-5600 (óbreytt) og á starfsstöð sementsframleiðslu á Akranesi er: 430 5000
Engar breytingar á starfsmannahaldi
Engar breytingar eru fyrirhugaðar á starfsmannahaldi vegna sameiningarinnar. Dagleg störf og verkefni munu halda áfram með svipuðum hætti en með tímanum verður lögð áhersla á að nýta samlegðaráhrifin til að skapa meiri tækifæri, bæði fyrir starfsfólk og viðskiptavini.
Starfsstöðvar fyrirtækisins verða áfram reknar á Álfsnesi og á Akranesi.
Við hlökkum til að halda áfram góðu samstarfi undir nýju nafni og sterkari heild – Björgun-Sement.
