31.10.2025
Framúrskarandi fyrirtæki 2025
Björgun Sement hlaut viðurkenningu Creditinfo sem Framúrskarandi fyrirtæki 2025. Þetta er áttunda árið í röð sem fyrirtækið hlýtur viðurkenningu fyrir traustan rekstur og góða stjórnarhætti
Viðurkenningin er veitt fyrirtækjum sem sýna fram á stöðugan, traustan og ábyrgan rekstur, og uppfylla strangar kröfur um fjárhagslegan styrk, rekstrarhagnað og góða stjórnarhætti.
Aðeins um 2% fyrirtækja á Íslandi ná þessum árangri, sem undirstrikar hve viðurkenningin er fágæt og verðmæt. Creditinfo metur fyrirtæki út frá fjölmörgum mælikvörðum, meðal annars eiginfjárhlutfalli, arðsemi, rekstrarhagnaði og skráningarsögu, og veitir einungis þeim fyrirtækjum sem standast öll viðmið vottun sem Framúrskarandi fyrirtæki.
Þau skilyrði sem fyrirtæki þurfa að uppfylla eru:
- Fyrirtækið er í lánshæfisflokki 1-3
- Ársreikningi skal skilað lögum samkvæmt eigi síðar en átta mánuðum eftir uppgjörsdag. Tekið verður tillit til allra opinberra framlenginga RSK á skilafresti
- Fyrirtækið er virkt skv. skilgreiningu Creditinfo
- Rekstrartekjur að lágmarki 60 milljónir króna reikningsárin 2023-2024 og að lágmarki 55 milljónir króna reikningsárið 2022
- Fyrirtæki með rekstrartekjur yfir 2 milljarða króna þurfa að fylla út spurningalista um sjálfbærni
- Framkvæmdarstjóri skráður í fyrirtækjaskrá RSK
- Rekstrarhagnaður (EBIT) > 0 reikningsárin 2022-2024
- Jákvæð ársniðurstaða reikningsárin 2022-2024
- Eiginfjárhlutfall a.m.k. 20% reikningsárin 2022-2024
- Eignir að minnsta kosti 120 milljónir króna reikningsárin 2023-24 og að lágmarki 110 milljónir króna reikningsárið 2022
„Að halda þessum rekstrarárangri ár eftir ár er ekki sjálfgefið, það krefst stöðugrar vinnu, áreiðanleika og skuldbindingar.“ segir Þorsteinn Víglundsson, forstjóri. Þessi árangur væri þó ekki mögulegur nema fyrir frábæran hóp starfsfólks sem leggur sig fram á hverjum degi og trausta viðskiptavini. Við erum innilega þakklát fyrir þeirra stuðning og gott samstarf og lítum á þessa viðurkenningu sem hvatningu til að halda áfram á sömu braut.“ bætir hann við.
